GLERVEGGIR OG HURÐIR
DYFA glerveggir og hurðir í iðnaðarstíl eru klassísk hönnun og góð lausn við að stúka af rými þar sem léttleiki og birta getur flætt á milli. Við hönnum og framleiðum DYFA glerveggi í samstarfi við viðskiptavini og hönnuði eftir óskum hverju sinni.
HLJÓÐVISTARLAUSNIR
SØULD hljóðvistarlausnir eru framleiddar með sjálbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Einingarnar eru unnar úr marhálmi (eelgrass) sem vex neðansjávar við strendur Danmerkur og er safnað úr fjörunni umhverfis eyjarnar þegar það hefur slitið sig frá hafsbotni. Undanfarin 10 ár hefur SØULD þróað aðferðir við að vinna hráefnið í endanlega afurð sem uppfyllir flestar umhverfiskröfur sem hægt er að nefna svo sem Cradle2Cradle, Svansvottun, BREEAM o.fl. Plötur og mottur í mismunandi stærðum og þykktum sem hægt er að sérsníða að verkefnum hverju sinni.
LAUSNIR Í ÁLI & GLERI
SKANDI-BO kerfin bjóða upp á heildstæðar og vottaðar lausnir fyrir bruna, hljóð og burðarþol við hönnun glerveggja og hurða hvort sem er fyrir matvælaframleiðslu, votrými, íþróttahús, skrifstofur, verslanir, heimili eða skip. Ál í lausnum Skandi-Bo kemur í dag að mestu úr endurvinnslu og lausnir eru EDP vottaðar.