top of page
NEW YORK MILLIVEGGJAKERFI
New York veggirnir geta umbreytt hvaða rými sem er, enda er hægt að raða þeim saman á ótalmarga vegu og
samnýta með hurðum og öðrum lausnum New York kerfisins. Veggirnir eru annars vegar framleiddir úr
heilu gleri með álímdum gluggarömmum og hins vegar úr
smærri glerjum sem fest eru í álramma.
Rammarnir eru úr dufthúðuðu áli í stöðluðum svörtum
lit með mattri áferð (RAL 9005, gljástig 03). Glereiningar eru úr 6 mm hertu öryggisgleri að heilum glerveggjum undanskildum, en í þá er notað 8 mm öryggisgler. Staðalveggur er 500×720 mm að stærð en auk þess er hægt að sérpanta einingar sem hægt er að aðlaga að hvaða rými sem er. Gluggarammarnir eru 35 mm breiðir.
SÉRSNIÐIÐ AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
Sveigjanleiki er kjarninn í hönnun og framleiðslu New York kerfisins. Með einföldum hætti er hægt að aðlaga einingastærðir, liti og gler að séreinkennum og kröfum hvers verkefnis. Hér eru frekari upplýsingar um vinsælustu vörurnar:
VEGGEININGAR
Með New York veggeiningum frá DYFA getur þú skipulagt rýmið og skipt því niður eins og þér hentar best . Milliveggjakerfið er einstök innanhússhönnun í hreinum og einföldum iðnaðarstíl. Hægt er að sérpanta einingar sem henta kröfum hvers verkefnis, hvort sem þörf er á skilrúmum, hálfum veggjum eða veggjum sem ná frá gólfi til lofts. New York milliveggjakerfið gerir þér kleift að umbreyta rýmum og búa til ný án þess að fórna lýsingu, birtu eða ásýnd.
Veggirnir eru samsettir úr einingum sem raðað er saman í álramma.
Fjölbreytt úrval eininga gefur kost á sérsniðnu útliti sem uppfyllir gæða- og útlitskröfur hvers verkefnis. Einfalt er að skipta einingunum út ef þörf er á eða til að breyta útliti og ásýnd í takt við kröfur hvers tíma.
INNBYGGÐIR GLUGGAR
Með New York glugga geturðu skapað nánd, tryggt birtu og skapað einstaka lausn fyrir heimilið. Einnig er hægt að sameina New York gluggana við núverandi hálfvegg og viðhalda þannig tengingu milli tveggja herbergja um leið og skapa nýtt rými.
Fyrir New York kerfið okkar er hægt að kaupa nokkrar mismunandi lausnir, meðal annars er hægt að velja annan lit ef þú vilt fá staðlaða svarta litinn okkar. Þú getur líka valið mismunandi fyllingar eins og matt gler spegilgler eða tré.
STURTUGLER & SKILRÚM
Þú setur einstakan svip á baðherbergið með sturtuvegg í New York stíl. New York sturtuveggir eru eingöngu framleiddir úr áli og gleri sem gerir þá afar hentuga til notkunar í votrýmum.
Sturtuglerin er hægt að nýta á fjölbreyttan hátt og einfalt er að laga þau að þeim innréttingum eða hönnun sem þegar er til staðar. Við mælum með heilum glerveggjum og álímdum gluggarömmum í votrými. Þannig er hægt að hafa álímda ramma á glerinu utanverðu, en snúa sléttu hliðinni inn að sturtunni eða því svæði sem kemur til með að blotna. Fyrir vikið er einfalt að skafa bleytu og raka af glerinu og halda því hreinu. Glerið er fest að innanverðu í votrýminu sem viðheldur heildaryfirbragði og ásýnd New York stílsins.
Stöðluð sturtugler eru með 8 mm hertu öryggisgleri.
Við bjóðum einnig upp á svokallað „Clarvista gler“ með sérstakri verndarhimnu sem minnkar líkur á að glerið láti á sjá þrátt fyrir mikla notkun í hita og raka.
Hægt er að sérpanta gluggaramma í öllum litum í RAL litakortinu. Auk þess er hægt að velja um hefðbundið gler, litað gler eða matt gler.
SKÁPAR & VÍNGEYMSLUR
Með New York veggjum og hurðum er einfalt að sérhanna glæsilega skápa eða víngeymslur sem tryggir bæði náttúrulega birtu og stílhreint yfirbragð. Sérkenni vínherbergja sem eru útbúin með New York kerfinu er að vínsafnið er líka sjáanlegt utan herbergisins.
Við getum framleitt lausnir með UV vörn. Glerið ver gegn UV geislum og kemur þannig í veg fyrir óæskileg áhrif á innihald og útlit vínsafnsins. Við getum einnig framleitt lausnir með samlímdu gleri og betri einangrun sem auðveldar hitastjórnun.
New York kerfið viðheldur hitastigi og hentar því vel til notkunar í kældum vínskáp. Engu að síður þarf að hafa mörg atriði í huga í kældum rýmum og því fer hönnunin eftir eðli verkefnis hverju sinni.
Við höfum margra ára reynslu. Við getum ráðlagt þér og leiðbeint í átt að réttu lausninni.
bottom of page