Markmið Søuld er að draga úr umhverfisáhrifum í byggingariðnaði og stuðla um leið að loftgæðum innandyra. Hönnun á hljóðvistarlausnum úr hráefni hafsins undan ströndum Danmerkur til þess að geta boðið sjálfbæran, endurvinnanlegan og kolefnisbindandi valkost við hefðbundin byggingarefni
Marhálmurinn frá Søuld vex við náttúrulegar aðstæðir neðansjávar við strendur Danmerkur. Marhálmurinn
gefur rýmum náttúrulega tilfinningu
og fyllir íverurými með endurnærandi tengingu við náttúruna.
Í meira en áratug hefur Søuld unnið með vistfræðingum, framleiðendum og hönnuðum að því að þróa hljóðvistar-lausnir úr marhálmi – sjálfbærri ræktun neðasjávar með djúpar rætur í danskri menningu – til að bjóða upp á náttúrulegan valkost í hljóðvist.
Søuld hefur sýnt fram á að þetta náttúrulega og kolefnisbindandi efni hefur fjölmarga eðlislæga eiginleika sem nútíma byggingarefni: það veitir framúrskarandi hljóðeinangrun,
skilvirka rakajöfnun, hægt er að fá efnið brunavarið og efnið er náttúrulega fúavarið vegna ríkulegs innihalds steinefna úr hafinu á ræktunartíma.