top of page
NEW YORK HURÐIR
Hurðirnar eru framleiddar úr dufthúðuðu áli í stöðluðum
svörtum lit með mattri áferð (RAL 9005, gljástig 03),
með samlímdu eða hertu öryggisgleri eftir aðstæðum.
SÉRSNIÐIÐ AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
Sveigjanleiki er kjarninn í hönnun og framleiðslu
New York kerfisins. Með einföldum hætti er hægt að
aðlaga kerfið, liti og gler að óskum hvers og eins.
Eftirfarandi 4 tegundir hurða eru í boði:
-
Snúningshurðir / Pivot
-
Rennihurðir
-
Fellirveggir
-
Hurðir á lömum
SNÚNINGSHURÐIR / PIVOT
Snúningshurðir er hægt að framleiða í stærðum allt
að 4 m², sem gefur möguleika á að framleiða
snúningshurðirnar frá gólfi og til lofts í flestum tilfellum.
Snúningshurðirnar er hægt að tengja við glerveggi ef
hentar. Snúningshurðirnar eru með 90° opnun í báðar áttir,
180°opnun.. Þær eru festar í gólf og loft með
snúningslömum.
Hámarksflatarmál snúningshurða (breidd x hæð):
4 m². Hámarksbreidd snúningshurða: 1.400 mm.
Dæmi: Snúningshurð getur t.d. verið 650 mm x 6.000 mm.,
eða 1.400 mm x 2.500 mm. Svo lengi sem breidd fer
ekki yfir 1.400 mm og heildarflatarmál ekki yfir 4 m² er
mögulegt að sérsmíða hurðirnar í þeirri stærð sem óskar
er eftir.
Snúningshurðir eru fáanlegar í þremur útfærslum:
Með 95 mm ramma
Með 50 mm ramma
Heil glerhurð með 35 mm álímdum gluggarömmum
Snúningshurðir eru afhentar með hurðarlokun/pumpu í
gólfstykki. Einnig er hægt að sérpanta fjölbreyttan
aukabúnað á borð við handföng, þrýstiplötur, faldar
lokanir í lofti, rúlluskrár, læsingar o.fl.
RENNIHURÐIR
Rennihurðirnar eru framleiddar í sama stíl og aðrar
hurðir frá DYFA og eru fáanlegar í álramma eða sem
heilar glerhurðir með álímdum gluggarömmum.
Rennihurðir eru framleiddar með tvenns konar
toppbrautum. Annars vegar eru þær fáanlegar með braut
sem er innbyggð í loft sem gerir það að verkum að
aðeins hurðarflekinn er sýnilegur. Hins vegar eru þær
fáanlegar með sýnilegri braut sem veitir hurðinni grófara
og meira afgerandi útlit sem minnir um margt á hlöðuhurð
í sveitastíl.
Hámarksstærð rennihurða með 95 mm ramma: 1.200 mm x
2.400 mm ( breidd x hæð). Hámarksstærð annarra
rennihurða: 1.100 mm x 2.400 mm (breidd x hæð).
Rennihurðir eru fáanlegar í sjö útfærslum:
Með 95 mm ramma
Með 95 mm ramma og sýnilegum brautum
Með 50 mm ramma
Með 50 mm ramma og sýnilegum brautum
Með topp- og botnramma
Með topp- og botnramma og sýnilegum brautum
Rennihurðir eru afhentar með földum toppbrautum,
gólfbraut og án handfanga. Einnig er hægt að sérpanta
fjölbreyttan aukabúnað á borð við hurðarhúna,
mjúkri lokun, sýnilega toppbraut, rúlluskrár o.fl.
FELLIVEGGIR
Sveigjanlega felliveggjakerfið frá DYFA hentar vel til að
stúka af eða skipta rýmum á borð við
ráðstefnusali, fundarherbergi, kennslustofur, herbergi
o.s.frv.
Felliveggur er frábrugðinn fellihurð að því leyti að hann
býður upp á enn meiri sveigjanleika. Felliveggur er
sjálfstæð eining sem er hengd upp eða fest í loft. Þar
sem einingarnar eru afhentar hver í sínu lagi er mögulegt
að raða þeim niður á þann hátt sem hentar hverju sinni.
Ólíkt fellihurðum eru felliveggir framleiddir með 10 mm
öryggisgleri ásamt álímdum gluggarömmum.
Með álímdum gluggarömmum er hægt að ráða stærð og
ásýnd glereininganna og aðlaga að þörfum hverju sinni.
Felliveggir eru afhentir með loft- og gólfbrautum.
Auk þess er hægt að sérpanta veggina í ýmsum litum
HURÐIR Á LÖMUM
Hurðir á lömum eru fáanlegar í tveimur útfærslum:
-
Hurðir í ramma
-
Heilar glerhurðir
Hurðirnar opnast í 180° í aðra átt. Hurðir í ramma eru
þær hurðir sem komast næst hefðbundnum innihurðum.
Hurðirnar er hægt að setja upp í flest stöðluð
hurðarop í stað hefðbundinna innihurða. Eigi að skipta út
núverandi hurð þarf að skoða lamasetningu og slúttjárn
með tilliti til þess.
Heilar glerhurðir eru afhentar í 35mm ramma, þeim
nettasta sem er í boði. Þær eru gerðar úr heilu gleri með
álumgjörð og álímdum gluggarömmum. Heilar
glerhurðir eru annars vegar fáanlegar með 8 mm
öryggisgleri og hins vegar með 10,76 mm
hljóðeinangrandi gleri (vottuð hljóðdempun upp á 38 dB).
Hámarksstærð hurða á lömum: 1.100 mm x 2.400 mm
(breidd x hæð).
Hurðir á lömum eru fáanlegar í þremur útfærslum og
eru ýmist einfaldar eða tvöfaldar:
Í 95 mm ramma
Í 50 mm ramma
Heil glerhurð með 35 mm álímdum gluggarömmum.
Hurðir á lömum eru afhentar í álramma og tilbúnar
til uppsetningar. Heilar glerhurðir eða hurðir í 95 mm
ramma koma með stöðluðu láshúsi en hurðir í 50 mm
ramma eru einungis fáanlegar með segullæsingu.
bottom of page